Kengúruhopp

Markmið:

Að skemmta sér.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Leikurinn krefst rýmis, salar eða vallar úti.

Leiklýsing:

Tvær sveitir standa hlið við hlið í beinum röðum. Allir beygja hnén djúpt og leggja hendur á axlir þeim sem næstur eru fyrir framan þá.

Þegar merki er gefið hoppa sveitirnar af stað í átt að ákveðnu marki. Sú sveitin sem kemst fyrr alla leið hefur unnið.

Ef eitthvað kemur fyrir keðjuna, hún slitnar eða veltur um koll o.s.frv., verður hún að hefja hlaupið upp á nýtt frá rásmarki.

Vegalengdin sem sveitunum er ætlað að hoppa má ekki vera meira en fáeinir metrar.

Útfærsla:
Heimild:

Ingimar Jónsson. 1983. Leikir. Reykjavík: Iðunn.

Leikur númer: 54
Sendandi: Sigurveig Kristjánsdóttir

Deila