Kerfisleikur

Markmið:

Rökhugsun og einbeiting, hugmyndaflug, efla minni og sjálfstæða hugsun.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Leikurinn er hópleikur sem byggist á hugarflugi og rökhugsun nemenda. Lágmarksfjöldi þátttakenda er fjórir til fimm.

Leikurinn byrjar með því að allir þátttakendur setjast í hring og einn er stjórnandi. Stjórnandinn hugsar sér ákveðna reglu, t.d. þriggja stafa orð. Hann segir engum regluna en nefnir orð í samræmi við hana. Síðan er farið hringinn, allir nefna orð en stjórnandinn gefur til kynna hvort orðið er rétt eða rangt. Þátttakendur í leiknum eiga að reyna að uppgötva regluna. Reglurnar geta verið t.d. heitir hlutir, gulir hlutir, orð sem enda á a eða fyrsti stafur orðsins byrjar á sama staf og nafnið á þeim sem situr þér á hægri hönd.

Útfærsla:

Möguleikarnir á nýjum kerfum eru óþrjótandi og reynir mjög á hæfni nemenda til þess að hugsa sjálfstætt.

Heimild:
Leikur númer: 190
Sendandi: Ragna Kristjánsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir

Deila