Kisugrey

Markmið:

Skemmtun, snerting og hrista hópinn saman.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Hópurinn situr í hring á gólfinu. Einn er hann og fer hann inn í miðjan hringinn og leikur kisu. Kisan labbar um í hringnum, stoppar fyrir framan einn þátttakandann og mjálmar þrisvar sinnum. Sá þarf að strjúka kisunni um hausinn og segja kisugrey án þess að fara að hlæja. Takist honum það heldur kisan áfram að labba hringinn og velur sér nýjan þátttakanda og leikur sama leikinn. Geti þátttakandinn ekki stillt sig um að hlæja, þarf hann að skipta um hlutverk við kisuna.

Útfærsla:
Heimild:

Hörður Haraldsson. (1994). 250 leikir (bls 11). Reykjavík: Setberg.

Leikur númer: 308
Sendandi: Jóna Guðmunda Hreinsdóttir og Tinna Arnórsdóttir

Deila