Kjöt í pottinn

Markmið:

Bæta þol, snerpu og samvinnu.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Vesti eða eitthvað álíka fyrir þá sem eru´ann, límband eða bönd til að mynda hring.

Leiklýsing:

Myndaður er hringur á gólfinu með einhverskonar áhöldum svo sem límbandi eða böndum. Ef farið er í leikinn í íþróttahúsi er hægt að nota stóra hringinn sem er á miðjum vellinum. Tveir eru valdir til þess að vera´ann (má vera fleiri ef hópurinn er stór) og eiga að reyna að klukka hina í hópnum meðan þau hlaupa um svæðið. Ef þeir sem er’ann ná að klukka einhvern á að segja „kjöt í pottinn“ og þá fer sá aðili inn í hringinn. Hægt er að frelsa þá sem eru „kjöt í pottinum“ með því að slá í hendi þeirra. Takist það þá er sá hinn sami frjáls út pottinum og fær að hlaupa um svæðið aftur. Þeir sem er’ann þurfa þess vegna að passa pottinn sinn vel ásamt því að reyna klukka sem flesta. Markmiðið er að reyna safna sem flestum í pottinn á ákveðnum tíma. Þegar tímanum líkur er „kjötið í pottinum“ talið.

Útfærsla:
Heimild:

Sendandi lærði leikinn í Dalvíkurskóla.

Leikur númer: 423
Sendandi: Elín Brá Friðriksdóttir

Deila