Klúður

Markmið:

Þjálfar rökhugsun og reikning.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Sex teningar, blað og blýantur.

Leiklýsing:

Þátttakendafjöldi í spilinu er ótakmarkaður. Í upphafi ákveða leikmenn þann stigafjölda sem þarf til sigurs, að minnsta kosti 3000 stig. Einn leikmaður kastar svo í einu og safnar stigum. Eftirfarandi reglur gilda:

1 gefur hundrað stig
5 gefur fimmtíu stig
3 eins gefur eins mörg hundruð og talan sem kemur upp og hægt er að leggja við þessa þrjá eins ef leikmaður fær töluna aftur meðan þrennan er í borði. Ef t.d. leikmaður fær þrjá þrista gilda þeir sem þrjú hundruð stig og ef hann fær þrist í næsta kasti gildir þessi þristur sem þrjú hundruð stig.
3 ásar þúsund stig

Leikurinn gengur svona fyrir sig:
Leikmaður kastar teningunum. Ef leikmaður fær ekkert í upphafi kastlotu þá er það STÓRFELLT KLÚÐUR og hann fær mínus 1000 stig. Annars hefur hann söfnunina. Eftir hvert kast verður hann að leggja eitthvað til hliðar. Leikmaður má hætta að safna þegar hann vill og þá er skrifað niður það sem hann hefur náð í þeirri kastlotu. Ef hann velur að kasta aftur verður hann að fá eitthvað af ofantöldu annars er kastlotan ógild og hann heldur engum stigum. Ef leikmaður nær að nota alla sex teningana sem stig þá má hann taka þá upp og halda áfram að safna. Sá sigrar sem nær fyrst fyrirfram ákveðnum stigafjölda!

Útfærsla:
Heimild:

Spil komið frá Þýskalandi. Elías Ingi Björgvinsson aðstoðaði við að þýða leikinn yfir á íslensku.

Leikur númer: 226
Sendandi: Harpa Hauksdóttir

Deila