Kolakassinn

Markmið:

Æfa hlustun og nöfn félaganna

Aldursmörk:

Frá 2 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Allir sitja í hring og syngja lagið eftir röðinni á hringnum:

Siggi datt í kolakassann, hæ fadderí faddi rallalla.
Þegar Jóna átti að passa hann, hæ fadderí faddirallalla.
Ef að Gummi vissi það þá yrði hann alveg steinhissa,
hæ-fadderí og hæfaddira, hæ faddirí faddirallalla.

Og svo er þetta sungið aftur þangað til búið er að syngja nöfn allra.

Hentar vel fyrir börn á leikskólaaldri.

Útfærsla:

Hægt er að láta hlut eða hljóðfæri ganga á milli barnanna. Það barn sem nefnt er hverju sinni fær hlutinn.

Heimild:

Ljóð eftir Gest Guðfinnsson.

Leikur númer: 285
Sendandi: Ragnheiður Magnúsdóttir og Ólöf Inga Guðbrandsdóttir

Deila