Körfuboltaborðtennis

Markmið:

Þroska nákvæmni. Afþreying.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Borðtenniskúla, skál eða ruslatunna og sléttur flötur (borð, því stærra því betra).

Leiklýsing:

Markmiðið með leiknum er að skoppa borðtenniskúlu frá borðenda og ofan í mark (skál/ruslatunnu). Ef boltinn skoppar einu sinni á borðinu á leið sinni ofan í markið fæst eitt stig, en ef hún skoppar þrisvar sinnum fást þrjú stig o.s.frv. Kúlan verður að stöðvast í markinu. Ekki er leyfilegt að snerta kúluna eða hafa áhrif á stefnu hennar eftir að henni hefur verið kastað.

Útfærsla:

Hægt er að setja leikinn upp sem keppni á milli liða eða sem einstaklingskeppni. Ef bekknum er skipt í nokkur lið þarf fleiri kúlur, mörk og borð. Leikið er á svipaðan hátt og í körfubolta, t.d. þangað til eitthvert liðið hefur skorað 21 stig. Afbrigði: Hægt er að koma fyrir hindrunum á borðinu. Stillið upp tveimur borðum, hafið markið á borðinu sem er fjær og bil (gjá) á milli borðanna. Hægt er að setja sem skilyrði að allir kasti með “lélegri” hendinni. Prófið að kasta blindandi! Semjið ykkar eigin reglur og gerið þannig leikinn ennþá betri!

Heimild:

Charles Dudley.

Leikur númer: 56
Sendandi: Árni Björgvinsson

Deila