Kúlukast

Markmið:

Brjóta upp kennslu, hafa gaman. Útfæra má leikinn þannig að hann tengist reikningi.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Glös, borðtenniskúlur, vatn.

Leiklýsing:

Tvö lið keppa á aflöngu borði,  Hvort lið hefur sex glös.  Botnfylli af vatni er sett í hvert glas svo kúlan stoppi í glasinu. Leikmenn skiptast á að reyna að hitta borðtenniskúlu í glas andstæðingsins. Ef hitt er ofan í glasið þá er það tekið í burtu. Það lið vinnur sem er fyrst að hitta í öll glös hjá andstæðingnum.

Útfærsla:

Hægt að hafa spurningar undir glasinu sem þarf að svara til þess að glasið sé tekið í burtu. Hafa stærri glös svo auðveldara sé að hitta. Auðvelt er að tengja leikinn útreikningum með því að láta glösin hafa mismunandi gildi. 

Heimild:

Hugmyndin fannst á Pinterest (Bucket Ball). Mikið efni má finna um þennan leik á netinu og er hann til í mörgum gerðum.

Leikur númer: 407
Sendandi: Bjarni Harðarson

Deila