Kúluspil

Markmið:

Þjálfa samhæfingu augna og handa, tilbreyting.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Glerkúlur.

Leiklýsing:

Leikurinn fer fram og er vænlegur til afþreyingar í frímínútum. Best er að leika hann í sandi eða möl. Hver leikmaður byrjar með tíu litlar kúlur og eina stóra; stórar kúlur eru á við fjórar litlar. Sá sem endar með flestar kúlurnar vinnur. Leikurinn fer þannig fram að einn leikmaður grefur grunnan skurð og sléttar vel í kring. Hann stillir síðan stóru kúlunni sinni rétt við skurðinn. Andstæðingar hans keppast síðan nú við að skjóta litlu kúlunum sínum í stóru kúluna þannig að hún lendi í skurðinum. Sá sem getur skotið kúluna ofan í skurðinn eignast hana en eigandi stóru kúlunnar fær allar ýær kúlur sem notaðar voru til að reyna að setja kúlu hans niður. Þeir sem eru að reyna að skjóta stóru kúluna niður í skurðinn eiga að vera u.þ.b. fjóra metra frá skurðinum.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 227
Sendandi: Guðlaugur Baldursson og Hlynur Svan Eiríksson

Deila