Labba út í mónum

Markmið:

Söngur, dans, skemmtun.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Labba’ úti´í mónum, labba’ úti’ í mónum,
tína ber, tína ber,
verða kalt á klónum, verða kalt á klónum,
hlaupa, hlaupa heim, hlaupa, hlaupa heim.

Klifra í klettunum,klifra í klettunum,
litast um, litast um,
verða kalt á kollinum, verða kalt á kollinum,
hlaupa, hlaupa heim, hlaupa, hlaupa heim.

Fara á skautum, fara á skautum,
renna hratt, renna geysihratt,
verða kalt á tánum, verða kalt á tánum,
hlaupa, hlaupa heim, hlaupa, hlaupa heim.

Róa til fiskjar, róa til fiskjar,
renna’ og draga þorsk, renna’ og draga þorsk.
Háar eru bárurnar, háar eru bárurnar,
best að halda heim, best að halda heim.

Börnin hafa ákveðið heimasvæði, t. d. upp við einhvern vegginn.

Kennari eða einhver sem kann allar vísurnar fer á undan (afturábak) út á gólfið og syngur vísurnar. Nemendur læra þær fljótt. Nú svo er allt leikið, tína ber, klifra í klettum, fara á skautum og róa. Það vekur alltaf talsverða kæti ef einhverjir ætla að hlaupa heim af sjónum, en auðvitað verða þau að muna að ganga afturábak og róa.

Hlusta á lagið:

 

Útfærsla:
Heimild:

Leikurinn er fenginn úr Tónmennt 1. hefti – Söngvasafn, lagið er norskt en höfundur texta ókunnur.

Leikur númer: 208
Sendandi: Ólafía Margrét Ólafsdóttir

Deila