Lærum að telja

Markmið:

Að kenna börnum að telja upp á 10 og þekkja tölustafina. Einnig að þau þjálfist í að vinna við tölvu og nota tölvumús við einfaldar aðgerðir.

Aldursmörk:

Frá 3 ára

Gögn:

Nettengd tölva með hljóðkorti og hátalara.

Leiklýsing:

Best er að foreldri eða kennari sé með barninu þegar það er að spila leikinn í fyrsta skipti svo það geti útskýrt reglurnar. Til að fá sem mest út úr leiknum er nauðsynlegt að hafa hljóðkort og hátalara í tölvunni sem leikurinn er spilaður í. Með því að ýta á mynd af kennara við skólatöflu fær notandi leiksins nánari upplýsingar um leikinn.

Leiknum er skipt í 2 erfiðleikastig, þar sem annars vegar er verið að vinna með tölur frá 1-5 og hinsvegar með tölur frá 6-10. Í hvoru erfiðleikastigi fyrir sig þarf leikmaður að fara í gegnum 5 borð. Á hverju borði birtist mynd með einhverjum hlutum eða dýrum. Fyrir neðan myndina eru svo takkar með tölunum frá 1-5 eða frá 6-10 og á barnið að ýta á þann takka sem það telur að fjöldi hlutanna eða dýranna sé. Ef það velur ranga tölu kemur hljóð sem gefur til kynna að þetta hafi ekki verið rétt. Ef það velur hinsvegar rétta tölu þá heyrist lófaklapp og skipt er yfir á næsta borð. Borðin eru í tilviljanakenndri röð, en borð með sömu tölu kemur ekki tvisvar í sama leik. Í hverju borði er hægt að fá mest 5 stig en minnst 1 og fer það eftir því hvað það tekur barnið margar tilraunir að giska á rétta tölu. Þegar barnið hefur klárað öll 5 borðin á öðru hvoru erfiðleikastiginu þá birtist skjámynd þar sem segir til um hvernig barninu gekk. Á henni er stigakvarði sem sýnir hve myndrænt hve mörg stig barnið fékk sem hlutfall af því hversu mikið það hefði getað fengið. Einnig koma skilaboð um hversu vel því gekk.

Að því loknu og reyndar hvenær sem er í leiknum þá getur barnið ýtt á mynd af hurð og þá dettur það aftur inn í aðalvalmynd leiksins. Þaðan getur það svo valið að fara aftur í sama erfiðleikastig eða hitt stigið.

Leikinn er að finna á þessari slóð:

http://nemendur.khi.is/gudthors/LeikirISkolastarfi/Flash/main.htm

Útfærsla:
Heimild:

Sendandi er höfundur leiksins.

Leikur númer: 139
Sendandi: Guðný Þorsteinsdóttir

Deila