Landafræðileikurinn

Markmið:

Að nemendur kynnist staðalandafræði á nýjan hátt.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Skriffæri, skeiðklukka, kennslutafla og tússkrít.

Leiklýsing:

Nemendum er skipt í hópa, 4-5 í hóp. Hver hópur kemur sér saman um ritara. Kennari (eða nemandi sem valinn er) ákveður bókstaf og nemendur eiga að skrifa niður öll staðarheiti sem þeim koma í hug sem byrja á þessum staf og fá til þess ákveðinn tíma. Þegar því er lokið eru heitin hjá hverjum hópi skrifuð á töfluna og hóparnir keppa um hver er með flest rétt orð. Ef óvissa er um hvort einhver staður sé til á hópurinn sem skrifaði hann niður að leggja fram sannanir fyrir því að hann sé til (sýna staðinn á korti, finna hann í námsefni eða á Netinu).

Útfærsla:

Hægt er að nota þennan leik í mörgum öðrum greinum en landafræði, t.d. íslensku að skrifa niður t.d. öll nafnorð, lýsingarorð eða sagnorð sem byrja á ákv. bókstaf.

Heimild:

Gunnlaugur Sigfússon kennari kenndi sendanda þennan leik.

Leikur númer: 29
Sendandi: María Björk Gunnarsdóttir

Deila