Landagrúsk fyrir hópskiptingu

Markmið:

Nemendur læri að nýta sér landakort og landabréfabækur, temji sér snör en vandvirk vinnubrögð og tileinki sér jákvæð viðhorf til samstarfs við bekkjarfélaga.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Heimskort eða Evrópukort, landabréfabækur, miðar (sjá lýsingu).

Leiklýsing:

Kennari útbýr nokkra flokka af miðum. Fjöldinn ræðst af því hve marga hópa á að hafa og hve margir eiga að vera í hverjum. Setjum svo að fjórir nemendur eigi að vera í hverjum hópi og hóparnir fjórir. Miðarnir gætu þá verið þessir:

Ísland
Reykjavík
Hafnafjörður
Heimaey

Danmörk
Kaupmannahöfn
Árósar
Sjáland

Noregur
Osló
Bergen
Firðafylki

Svíþjóð
Stokkhólmur
Gautaborg
Skánn

Nemendur draga miða og finna án hjálpar kennara (en gjarnan með aðstoð landakorts eða kortabóka) í hvaða hópi þeir eru.

Útfærsla:

Í framhaldi af þessu má biðja hópana að skrifa, með hliðsjón af landakorti, stutt ágrip um viðkomandi land og kynna hinum. Gefa má einkunnir eða stig ef vill.

Heimild:

Heimildar ekki getið.

Leikur númer: 315
Sendandi: Margrét Ásgeirsdóttir

Deila