Látbragðsleikur

Markmið:

Leikræn tjáning, hugmyndaflug, orðaforði.

Aldursmörk:

Frá 0 ára

Gögn:

Heimatilbúin spjöld (sjá lýsingu) eða spjöld sem fylgja spilinu Pictionary (*) .

Leiklýsing:

Fyrirmyndin að þessum leik er teiknispilið Pictionary en í stað þess að teikna reynir þátttakandinn að sýna með látbragði það sem beðið er um.

Fjöldi þátttakenda er ótakmarkaður. Skipt er í lið eða hópurinn situr í hring. Eftir að búið er að velja þann sem byrjar dregur hann spjald úr kassa með upplýsingum um það sem túlka skal. Næsti maður reynir að giska á hvað það er. Ef það tekst fær hann að draga næsta spjald úr kassanum, annars reynir sá næsti og þannig koll af kolli þar til rétta svarið fæst.

Í þessari útfærslu skiptir máli að viðfangsefnin séu við hæfi þátttakenda, þ.e. að tekið sé tillit til aldurs þeirra og getu. Þau spjöld í kassanum sem ekki henta eru þá tekin burt.

(*) Útgefandi Eskifell. Haustið 1995 var spilið uppselt.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 249
Sendandi: Guðný Halldórsdóttir

Deila