Leikbrúður

Markmið:
Aldursmörk:

Frá 3 ára

Gögn:
Leiklýsing:

Handbrúður eru þægilegasta formið fyrir leikrænan flutning. Þá getur hver nemandi stjórnað einni til tveimur brúðum í hverju atriði. Best er að gera ekki of margar brúður og að gefa þeim ekki of sterk persónueinkenni í upphafi, heldur skreyta þær með fylgihlutum og einkennum fyrir hvert hlutverk. Þannig er hægt að nota sömu fígúrurnar aftur og aftur í ýmsum hlutverkum. Reyndar gæti börnunum þótt gaman að gera hvert sína brúðu og að eiga hana eftir veturinn. Þá mætti láta kort fylgja brúðunum þar sem á væri skrifað hvaða hlutverk þær hafa leikið og hverjir hafa stjórnað þeim.

Markmiðið með þessu er að þjálfa börnin í framsögn og framkomu og að festa þeim námsefnið betur í minni, velta upp nýjum flötum á efninu. Einnig gæti verið gaman að fara í tímaflakk í huganum og láta nemendur semja ýmsa kafla sögunnar á ný: Ef þú hefðir verið á þessum stað þegar þetta gerðist, og haft vald til að breyta einhverju – hvað hefðirðu gert? Og hverjar heldur þú að afleiðingarnar hefðu orðið?

Útfærsla:

Ótal möguleikar.

Áhugaverðar upplýsingar um leikbrúður er að finna á þessu vef:

The Puppetry Home Page – http://www.sagecraft.com/puppetry/

Heimild:
Leikur númer: 250
Sendandi: Edda Ársælsdóttir

Deila