Leikræn samtöl í tungumálakennslu

Markmið:

Að þjálfa nemendur í framburði á erlendu tungumáli.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Spjöld sem kennari útbýr og á eru ritaðar setningar eða nöfn persóna sem nemendur eiga að túlka með orðum og leik.

Leiklýsing:

Nemendur para sig saman og draga spjald með fyrirmælum á erlendu tungumáli. Nemendur skiptast síðan á að koma upp og leika persónurnar sem segja setningarnar sem standa á spjöldunum. Mikilvægt er að á spjöldunum séu samtöl á milli tveggja persóna svo að nemendur tali saman og leiki með áherslu á framburð. Fyrirmælin á spjöldunum eiga að vera miserfið eftir aldri og getu nemenda.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 251
Sendandi: Ingigerður Sæmundsdóttir

Deila