Leikur fyrir alla

Markmið:

Hópstyrking, efla orðaforða, hugtakaskilning, hugmyndaflug og almenna málvitund. Skemmtun og tilbreyting.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Eitt blað með tíu til fimmtán orðum fyrir hvern hóp

Leiklýsing:

Kennarinn skiptir hópnum upp minni hópa, t.d. þannig að þrír til átta eru í hverjum. Hver hópur fær blað með tíu til fimmtán orðum. Verkefni hópsins er að semja og flytja leikþátt þar sem öll orðin koma við sögu.

Útfærsla:

Orðin má velja með hliðsjón af ákveðnu viðfangsefni. Sem dæmi má nefna að ef verið er að fjalla um einelti gæti kennarinn valið orð eins og einelti, stríðni, hjálpsemi, réttlæti, friður eða slagsmál.

Auðvelt er að tengja leikinn námsefni í ýmsum greinum.

Ef aðeins á að hafa gaman er hægt að velja orðin með hliðsjón af því og hafa þau sem spaugilegust.

Heimild:

Leikurinn er fenginn af vefsetrinu EGAD! Ideas, sjá á þessari slóð:

http://www.egadideas.com/default.asp

Á þessum vef er fjölda leikja að finna.

Leikur númer: 252
Sendandi: María Kristín Sævarsdóttir

Deila