Leikur með fjölvalsspurningar

Markmið:

Upprifjun námsefnis, tilbreyting, rökhugsun.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Spurningar (sjá lýsingu).

Leiklýsing:

Þetta er einfaldur leikur sem hægt er að nota á marga vegu. Hann getur bæði lífgað upp á kennslustund og svo geta allir verið með.

Dæmi um spurningar

Hvaða dýr á ekki heima í þessum hópi?

Gíraffi
Hvalur
Ísbjörn
Þorskur
Köttur
Svar: Þorskur, öll hin dýrin eru spendýr.

Hvaða persóna á ekki heima í þessum hópi?

Mikki mús
Walt Disney
Superman
Tommi og Jenni
Högni hrekkvísi
Svar: Walt Disney, hann er sá eini sem var til í raunveruleikanum.

Eins og sjá má er hægt að búa til spurningar sem falla að því efni sem nemendur eru að fást við þá stundina. Nemendur geta einnig sjálfir búið til spurningar af þessu tagi. Möguleikar eru óþrjótandi.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 300
Sendandi: Gróa Erla Rögnvaldsdóttir

Deila