Leikur með hring

Markmið:

Skemmtileg tilbreyting, kalla nemendur út úr kennslustund.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Hringur eða einhver álíka hlutur.

Leiklýsing:

Kennari eða einhver annar felur hring í annarri hendinni. Nemandi, sem er valinn af handahófi eða eftir einhverri ákveðinni reglu, kemur og slær eða bendir á aðra hvora höndina. Ef hann hittir á hringinn þá má hann fara út, en ef ekki þarf hann að fara aftur í sætið sitt og bíða þar til röðin kemur að honum aftur.

Útfærsla:

Ef nemandi hittir á rétta hönd fær hann að fara út og velja einhvern eða einhverja með sér. Einnig er hægt að hafa þann háttinn á að sá sem næstur nemanda er í stafrófi fái að fara út með honum.

Önnur útfærsla á sama leik er að nota tvo mislanga búta af plaströri.

Nemandi felur þá í höndum sér og tveir nemendur koma úr sætum sínum og velja sína höndina hvor. Sá sem fær annaðhvort stærra eða minna rörið má þá fara út, annaðhvort einn eða taka einhvern með sér, allt eftir því hver reglan er í það skiptið.

Heimild:
Leikur númer: 316
Sendandi: Sigríður Áslaug Guðmundsdóttir

Deila