Leikur með tímarit

Markmið:

Umræður. Festa í minni. Samstarf.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Gömul tímarit og skæri.

Leiklýsing:

Kennarinn býr til lista yfir 10-15 hluti sem tengjast því sem verið er að læra. Kennarinn lætur nemendur hafa stafla af gömlum tímaritum sem hafa mynd af einhverju á listanum. Síðan er nemendum skipt í 4-5 manna hópa og fær hver hópur bunka af gömlum tímaritum og einn lista frá kennara. Nemendum er sagt að finna myndir af atriðunum á listanum og klippa þær út. Nemendum er gefin ákveðinn tími, t.d. 20 mínútur. Þegar tíminn er búinn sýna nemendur hver öðrum árangurinn. Hópurinn sem er með flestar myndir vinnur.

Útfærsla:

Mælt er með því að þeir sem eru í sama hópi sitji saman við borð og að tímaritin sem hver hópur fær séu jafnmörg og þeir sem eru í hópnum.

Heimild:

Þennan leik lærði sendandi af nemendum í Highland Park Elementry School í Bandaríkjunum.

Leikur númer: 137
Sendandi: Urður Jónsdóttir

Deila