Leit ég litla mús

Markmið:

Hreyfing og skemmtun.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Leit ég litla mús
læðast inn í hús.
Kötturinn að krækja í hana
kannski verður fús.

Nemendur ganga réttsælis í hring meðan vísan er sungin. Einn nemandi er inni í hringnum (músin) og annar fyrir utan hringinn (kötturinn). Þegar söngnum linnir fer kötturinn af stað og reynir að fanga músina. Þeir sem eru í hringnum leiðast áfram og reyna að stöðva köttinn en hjálpa músinni þegar þau vilja komast inn og út úr hringnum. Þegar kötturinn hefur náð músinni velja þau bæði eftirmenn sína í næstu umferð.

Hlusta á lagið: 

Útfærsla:
Heimild:

Texti: Þórhallur Hróðmarsson Lag: Ungverskt þjóðlag.

Leikur númer: 209
Sendandi: Ólafía Margrét Ólafsdóttir

Deila