Lestrarrallý

Markmið:

Að vekja áhuga á lestri bóka til að þjálfa lestrarhraða og lesskilning. (Lestur, landafræði)

Aldursmörk:

Frá 0 ára

Gögn:

T.d. Íslandskort, málað og hengt upp á korktöflu. Pinnar til að festa farartækin með. Líka hægt að festa kort á segultöflu og nota segla. Farartæki, teiknuð á pappa.

Leiklýsing:

Ákveðnir staðir eru merktir inn á kortið og búin til ákveðin leið til að fara eftir. Hægt að hafa tvær til þrjár leiðir, mismunandi langar, eftir getu nemenda.Byrjunarstaður er ákveðinn, t.d. heimabær nemenda. Nemendur búa sér til farartæki úr pappa í hlutfalli við landakortið. Fyrir hverja bók sem lesin er fá nemendur að færa farartækið milli staða, einn stað fyrir hverja bók. Ef nemendur lesa aukabækur heima eða í skóla verða þeir að segja frá efni þeirra til að fá að færa sig. Annars gildir kvittun foreldris fyrir heimalestri. Þegar hringnum er lokið eru veitt verðlaun og verðlaunaskjal.

Útfærsla:

Hægt er að nota hvaða landakort sem er, t.d. Evrópukort eða hnattkort. Aðalatriðið er að búa til fyrirfram ákveðna leið til að fara eftir. Einnig er hægt að nota þetta í sérkennslu í stærðfræði. Þá eru áfangastaðirnir merktir inn í bækurnar og nemendur færa farartækin sín í samræmi við það.

Heimild:

Hugmyndir sendanda

Leikur númer: 138
Sendandi: Sigrún Björk Karlsdóttir

Deila