Litaleikur

Markmið:

Kenna litablöndun og litahring, kenna hugtökin frumlitur, millilitur og andstæðulitur.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Litablöndun og sjálfur litahringurinn vilja vefjast fyrir mörgum og sumir nemendur eiga mjög erfitt með að tileinka sér þessi atriði. Þessi leikur er ein aðferð til að festa þau í minni. Leikurinn getur líka hentað til að fjalla um hugtökin: Frumliti, milliliti og andstæðuliti. Leikinn má leika hvort heldur þannig að nemendur eða kennari spyr.

Ef viðfangsefnið er litablöndun mætti spyrja t.d: Ef buxurnar mínar eru bláar og peysan mín rauð, hvernig eru þá skórnir mínir á litinn? (Fjólubláir)

Ef kjóllinn minn er grænn, hvernig er þá hatturinn minn og skórnir mínir á litinn? (Gulur og blár)

Ef kápan mín er rauð og regnhlífin mín gul, hvernig eru þá stígvélin mín á litinn? (Appelsínugul)

Ef um er að ræða andstæðuliti gæti kennari spurt: Ef ég á bláar buxur og peysu í andstæðulit, hvernig er hún á litinn? (Fjólublá)

Ef kjóllinn minn er grænn, hvernig er þá hatturinn minn og skórnir mínir á litinn? (Gult og blátt)

Ef kápan mín er rauð og regnhlífin mín gul, hvernig eru þá stígvélin mín á litinn? (Appelsínugul)

Ef hugtakið er andstæðulitir: Ef ég á bláar buxur og peysu í andstæðulit, hvernig er hún þá á litinn? (Appelsínugul)

Ég á grænan hatt, hvernig eru þá jakkinn og buxurnar á litinn og skórnir sem eru í andstæðulit við hattinn? (Jakki og buxur gult og blátt, skórnir eru rauðir)

Í framhaldi af þessum leik getur kennari látið nemendur raða litahringnum upp í huganum og segja sér hvaða litir eru frumlitir, millilitir og andstæðulitir.

Þessi leikur er góð aðferð til að festa litafræðina í minni nemenda. Hann er einnig góð hvatning fyrir yngri börnin til að þjálfa hugann og minnið. Eftir því sem nemendur verða eldri er hægt að bæta fleiri litum í litahringinn en að mínu mati er nauðsynlegt að rifja hann upp, t.d. í formi leiks, í hvert sinn sem unnið er með liti því hann vill gleymast furðufljótt.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 319
Sendandi: Kristín Hlíðkvist Skúladóttir

Deila