Litlir froskar

Markmið:

Söngur og leikræn tjáning.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Litla froska, litla froska
er skemmtilegt að sjá.
Litla froska, litla froska
er skemmtilegt að sjá.
:/:Kvvvvvakk-kvakk-kvakk,
Kvvvvvakk-kvakk-kvakk,
Kvvvvvakk-kvakk-kvakk,kvakk,kvakk:/:

Börnin dreifa sér um gólfið sitja á hækjum sér og styðja höndum í gólfið fyrir framan sig (milli fótanna). Þannig eru þau á meðan þau syngja vísuna sjálfa. Þegar byrjað er á kvakk-inu hoppa allir um eins og froskar.

Hlusta á lagið: 

Útfærsla:
Heimild:

Höfundur ókunnur.

Leikur númer: 210
Sendandi: Ólafía Margrét Ólafsdóttir

Deila