Lögreglan eltir fangann

Markmið:

Æfa þol og viðbragð.

Aldursmörk:

Frá 4 ára

Gögn:

Salur eða útisvæði.

Leiklýsing:

Þetta er skemmtilegur eltingaleikur þar sem einn er lögregla og annar er fangi. Aðrir þátttakendur para sig saman tveir og tveir, standa hvor á móti öðrum og halda saman höndum (mynda hreiður). Pörin dreifa sér vel um svæðið og mega helst ekki vera of nálægt hvert öðru. Leikurinn gengur út á það að lögreglan eltir fangann sem getur bjargað sér með því að hlaupa inn í eitthvert hreiðrið. Sá sem fanginn snýr bakinu í að breytist í fanga og hleypur burtu og reynir að forða sér. Fyrrverandi fanginn tekur sér stöðu þess sem breyttist í fanga. Ef lögregan nær fanga skipta lögregla og fangi um hlutverk og leikurinn heldur áfram.

Útfærsla:
Heimild:

Hugmyndin er fenginn á heimasíðu Þjórsárvers. Sótt 17. mars 2007 af http://www.thjorsarver.is/leikir.htm

Leikur númer: 59
Sendandi: Elísabet Árný Þorkelsdóttir, Arndís Th. Friðriksdóttir og Helga Hauksdóttir

Deila