Lyklaleikur

Markmið:

Hlustun.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Lyklakippa.

Leiklýsing:

Börnin sitja í hring. Bundið er fyrir augun á einu barninu og það látið sitja í miðju hringsins með lyklakippu fyrir framan sig. Kennarinn bendir á einn úr hringnum sem á að læðast og ná lyklunum hljóðalaust. Takist það fær hann að vera inni í hringnum næst. Takist þetta ekki og glamur heyrist á sá sem er inni í hringnum að benda í þá átt sem hljóðið kemur úr. Ef hann bendir í rétta átt er sá sem heldur á lyklunum úr leik. Hinn sest í hringinn aftur og kennarinn ákveður hver næst verður blindingi.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 266
Sendandi: Sigrún Guðmundsdóttir og Stefanía Baldursdóttir

Deila