Lýsingarorðasaga

Markmið:

Að auka við orðaforða barna og skilning þeirra á lýsingarorðum.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Skriffæri og pappír (stílabók).

Leiklýsing:

Undirbúningur: Kennari eða nemendur eru búnir að semja sögu sem í vantar öll lýsingarorð. Þar er skilin eftir eyða og fyllt í síðar (reynt að hafa lýsingarorðin sem flest). Síðan eru börnin látin nefna eitt lýsingarorð hvert og þau sett inn í söguna í réttri röð. Krakkarnir mega ekki vita hvar þau koma inn í söguna (þau mega heldur helst ekki vita um hvað sagan fjallar). Sagan gæti fjallað um nemendur sjálfa, vettvangsferð eða eitthvað annað. Að lokum er sagan lesin og verður hin mesta skemmtun.

Útfærsla:
Heimild:

Dæmi: Einu sinni fór hinn græni 5. bekkur í Háteigsskóla í klikkaða vettvangsferð til Vestmannaeyja. Þau voru með fallegan poka með sér til að safna saman samviskusömum sýnum af vondu grjóti. Þetta ætluðu þau með í munaðarlausan efnafræðitíma og átti að rannsaka þessa svekktu steina til að komast að því hvort þeir væru úr hinu asnalega eldgosi sem þar átti sér stað árið … (og svo heldur sagan áfram). Svo var það hann blái Haukur. Hann þurfti endilega að detta á fallega grjótið og þurfti að fara á hið illa sjúkrahús Vestmannaeyja til að láta ljóta hjúkrunarfræðinginn setja beyglaðan plástur á þetta mjög svo litla sár. Hann þurfti að … og svo framvegis.

Leikur númer: 325
Sendandi: Steinunn Þorleifsdóttir

Deila