Mærin fór í dansinn

Markmið:

Söngur, dans, hópkennd.

Aldursmörk:

Frá 4 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Mærin fór í dansinn,
og fótinn létt og liðugt bar,
að leita sér að pilti
sem laglegastur var.
Og … hann er hér og hann er þar
og hann er líka alls staðar.
En loksins var það þessi
sem laglegastur var.

Börnin ganga réttsælis í hring og syngja. „Mærin“ er inni í hringnum.

Þegar kemur að 5 línunni stoppa allir og bíða eftir að mærin finni piltinn (syngja langt ooooog) sem hún fer svo með inn í hringinn. (piltur finnur stúlku). Börnin í hringnum setja hendur á mjaðmir og eins gerir parið í hringnum. Síðan hoppa allir og setja fæturnar fram til skiptis á meðan 5. og 6. lína eru sungnar.

7. og 8. lína: Parið í hringnum krækir saman handleggjum og valhoppa kringum hvort annað en á meðan standa hinir kyrrir, syngja og klappa í takt við lagið.

Hlusta á lagið:

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 211
Sendandi: Ólafía Margrét Ólafsdóttir

Deila