Málfræðiratleikur

Markmið:

Málfræði og stafsetning, þekking á þjóðsögum, virkja nemendur, samvinna og félagslyndi, tilbreyting (Móðurmálskennsla, íslenska).

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Sjá á þessari slóð:

https://leikjavefurinn.is/wp-content/uploads/Malfraediratleikur.doc

Leiklýsing:

Þennan ratleik má setja upp í venjulegri skólastofu en lýsningin er miðuð við að setja hann upp úti við.

Ratleikurinn krefst þess að kennarinn búi til kort af því svæði sem leikurinn á að fara fram á og merki númer á kortið þar sem hann hefur komið stöðvum (póstum) fyrir. Kortin þurfa að vera jafn mörg og hóparnir sem taka þátt í leiknum, því hver hópur þarf að fá eitt kort. Stöðvarnarnir eru merktir inn á kortið með tölunum 1-10. Við hverja stöð er að finna umslag með verkefnum sem hóparnir eiga að leysa á viðkomandi stað. Verkefnin eru höfð nægilega mörg í hverju umslagi svo hver hópur fái eitt verkefni.Við gerð þessa leiksins er miðað við að nemendur hafi verið að fást við þjóðsögur (álfa- og huldufólkssögur). Markmiðið er m.a. að nota bókmenntaefni til málfræðiiðkana.

Ratleikur sem þessi er góð tilbreyting fyrir nemendur frá hinu hefðbundna námi. Nemendur fá tækifæri til að kljást við margskonar málfræðiæfingar á öðrum vettvangi en þau eru vön.

Sjá lýsingu á þessari slóð:

https://leikjavefurinn.is/wp-content/uploads/Malfraediratleikur.doc

Útfærsla:

Sjá á þessari slóð:

https://www.leikjavefurinn.is/skjol/malfraediratleikur.doc

Heimild:
Leikur númer: 321
Sendandi: Edda Björk Gunnarsdóttir og Kristbjörg Pálsdóttir (2005)

Deila