Málshættir

Markmið:

Þjálfa rökhugsun og læra málshætti. Efla félagsleg samskipti.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Miðar sem búið er að skrifa málshætti á og hluta í tvennt.

Leiklýsing:

Markmiðið með leiknum er að geta raðað saman málshætti á réttan hátt. Sá sem getur raðað saman flestum fær rétt stig. Hver nemandi fær ákveðinn fjölda af málsháttum, sem búið er að búta í tvennt, og ákveðinn tíma til að tengja saman bútana. Þegar tíminn er búinn eru réttir málshættir lesnir upp og stig gefin fyrir rétta tengingu. Sá vinnur sem getur raðað saman flestum réttum málsháttum.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 165
Sendandi: Ingibjörg Anna Arnarsdóttir

Deila