Mamma, mamma, má ég?

Markmið:

Leikurinn reynir á hugmyndaflug, hreyfingu – auk þess að hafa gaman. 

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Einn er mamman og stendur á endalínu og allir hinir þáttakendurnir standa í láréttri línu fyrir aftan hana. 

 • Þáttakendur raða sér upp í línu með gott bil á milli sín.
 • Mamman stendur á endalínunni og snýr baki í hina. Hún má ekki snúa sér við.
 • Hver og einn þátttakandi biður um leyfi til að fara áfram, með því að spyrja Mamma ,mamma má ég …? , t.d. mamma, mamma má ég taka þrjú risa skref? 
 • Mamman svarar þá : já, þú mátt eða nei, þú mátt ekki.  Ef svarið  er nei þverður mamman að segja hvað barnið (þátttakandinn) á að gera í staðinn
  t.d.: Nei, þú mátt ekki. Þú má hoppa fjögur kengúruhopp.
 • Fyrsta manneskjan til að ná yfir endalínunna verður næsta mamma og hinir fara aftur á byrjunarreit.

Dæmi um svör frá mömmunni í Mamma, mamma má ég?

 • Já, þú mátt taka þrjú risa skref áfram. 
 • Nei, þú mátt taka tvö venjuleg skref til baka. 
 • Já, þú mátt taka 10 hænuskref áfram. 
 • Nei, þú mátt hoppa tvö froskahopp til baka. 
 • Já, þú mátt snúa þér sex sinnum áfram. 

 

Útfærsla:

Hugmyndir: „Moonwalka“, labba eins og api, skröngla eins og snákur, fara á handahlaupum eða bara hvaða hreyfing sem þér dettur í hug!

Heimild:

Leikinn er meðal annars að finna á þessari slóð: https://activeforlife.com/5-classic-group-games/

Þar er líka myndskeið sem útskýrir leikinn:

Leikur númer: 421
Sendandi: Kolfinna Kjartansdóttir og Una Birna Haukdal Ólafsdóttir

Deila