Mannsmylla

Markmið:

Að efla sammvinnukennd, rökhugsun, minni og einbeitingu.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Leikurinn er í stuttu máli mylla með fólki. Níu stólum er raðað upp þannig að þrír stólar eru í þremur röðum. Þátttakendum er svo skipt í tvö lið, þrír í liði. Síðan hefst leikurinn og annað liðið byrjar, en þau skiptast svo á að gera. Leikurinn gengur út á það að þátttakendur eiga að raða sér á stólana þannig að liðið þeirra myndi myllu. Ef ekki tekst að fá myllu þegar allir eru búnir að raða sér á stólana er röðin komin að þeim sem byrjaði leikinn og hann færir sig á lausan stól. Þannig gengur leikurinn þangað til annað liðið fær myllu. Ef um unga nemendur er að ræða væri hægtYngri að merkja með bandi eða einhverju slíku en hjá þeim eldri þarf þess ekki og hluti af leiknum felst í að muna með hverjum þeir eru í liði.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 192
Sendandi: Elísabet Karlsdóttir og Auður Björk Þórðardóttir

Deila