Margföldunarbingó

Markmið:

Gera stærðfræðina skemmtilega ásamt því að þjálfast í hugarreikningi og læra margföldunartöfluna í gegnum leik.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Margföldunarbingóið, sem var þróað í Fossvogsskóla er fyrirmyndin, en því miður er það ekki lengur fáanlegt hjá skólanum. Kennari getur útbúið spilið í tölvu og verður hann að hafa eftirfarandi í huga:
1. Útbúa einn pakka fyrir hverja töflu, 1x töfluna, 2x töfluna, 3x töfluna o.s.frv.
2. Í hverjum pakka skulu vera eyðublöð fyrir nemendur sem og kennara.
3. Eyðublöðin fyrir nemendur skulu vera þannig að á A4 blaði skulu vera sex reitir sem innihalda tölur þeirrar töflu sem verið er að þjálfa. Dæmi, ef verið er að þjálfa 2x töfluna þá gæti eitt nemendablað litið þannig út að tölurnar inni í reitnum innihaldi einhverjar tölur úr 2x töflunni, t.d. 2, 4, 6, 10, 6, 24, eða tölur sem að tveir gengur uppí.
4. Eyðublöðin fyrir kennarann eru þannig að á þeim eiga að vera tölur sem tveir ganga upp í. Dæmi 2×6, 2×2=4, 2×8, en kennari verður að gæta þess að lesa ekki svarið heldur einungis segja t.d. 2×3 og nemendur verða að finna út svarið og hylja svo töluna 6 ef að hún er á spjaldi þeirra.

Leiklýsing:

Kennari les af spjöldum sínum sem eru útskýrð í gögnum hér að ofan þangað til einhver hrópar bingó …

Útfærsla:

Nemendur ættu að ráða ágætlega við að búa þetta spil til!

Heimild:

Hugmyndin að þessum leik fengin í Fossvogsskóla.

Leikur númer: 229
Sendandi: Jens Karl Ísfjörð

Deila