Margföldunarleikur

Markmið:

Margföldun. (Stærðfræði)

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Hver nemandi er býfluga sem suðar um í býflugnahópnum (bekknum). Kennari kallar einhverja tölu og eiga nemendur þá að mynda hópa með sama fjölda og talan sem kennarinn nefndi. Ef einhver kemst ekki í hóp er hann úr leik. Ef nemendur eru t.d. 22 og kennari kallar töluna 5 verða til 4 hópar og 2 verða útundan og eru þar með úr leik. Hlutverk þessara tveggja er þá að ganga úr skugga um að réttur fjöldi sé í hverjum hópi, telja hópana og margfalda saman fjölda hópa og fjölda staka í þeim. Fæst þá væntanlega tala sem passar. Á þennan hátt skynja nemendur margföldun með því að prófa hana á eigin skinni. Leikurinn heldur áfram þar til tveir nemendur standa eftir sem sigurvegarar. Það liggur í augum uppi að leikurinn hentar vel þegar verið er að kenna margföldun og gerir hana vonandi áhugaverðari.

Útfærsla:

Í stað býflugnasuðs mætti t.d. láta nemendur syngja og ganga í halarófu. Einnig mætti leika tónlist.

Heimild:
Leikur númer: 140
Sendandi: Alma Hlíðberg

Deila