Meðleikari óskast

Markmið:

Leikræn tjáning, hugmyndaflug, ályktun.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Heimatilbúin spjöld (sjá lýsingu).

Leiklýsing:

Leikurinn er hugsaður fyrir nokkuð stóran hóp. Notuð eru spjöld með lýsingum á ákveðnum hlutverkum og aðstæðum. Dæmi:

Þú ert gömul kona og þú þarft að
fara yfir götu en þorir ekki því þú ert
hrædd við bílana. Þú vafrar til og frá
þar til lögregluþjónn kemur og
hjálpar þér.

Á annað spjald má þá skrifa:

Þú ert lögregluþjónn sem tekur eftir
gamalli konu sem þorir ekki yfir
götu vegna bílanna. Þú stekkur til
hjálpar og stöðvar bílana á meðan
konan gengur yfir.

Spjöldin þurfa að vera jafnmörg og nemendurnir. Hver nemandi dregur eitt spjald. Nemendur lesa fyrirmæli sín í hljóði en gæta þess að enginn annar sjái þau. Kennarinn velur einhvern úr hópnum til að koma fram og leika það sem stendur á spjaldinu hans. Áhorfendurnir taka eftir því að hann vantar meðleikara. Sá sem er með spjald sem passar við hlutverkið fer út á gólfið og leikur með honum. Hinir reyna að giska á hver fyrirmælin voru. Þannig er haldið áfram uns allir hafa leikið hlutverk sín.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 253
Sendandi: Halla Skúladóttir

Deila