Mennsk-mylla

Markmið:

Hreyfing, hlustun, rökhugsun og skemmtun.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Níu stólar.

Leiklýsing:

Leiklýsing:
Fyrst eru settar þrjár raðir með þremur stólum á mitt gólfið. Þar næst er skipt í tvö lið með 5-10 í hvoru liði. Liðin standa á móti hvort örðu og fær hver og einn leikmaður númer frá 1-10 (jafn há tala og þátttakendur í hvoru liði). Sá sem stjórnar leiknum kallar svo upp handahófskennda tölu  og sá sem á það númer á að vera á undan þeim sem er með sama númer í hinu liðinu að ná sér sæti. Sá sem sest fyrr og sýnir merki síns liðs, annað hvort X eða O með höndunum, fær að halda sætinu sínu. Leikurinn heldur áfram þar til annað liðið fær „mennska-myllu“.

Útfærsla:

Til þess að þyngja leikinn aðeins er hægt að setja reglu um að liðið megi ekki fá myllu á stólunum sem eru næst þeim.

Heimild:

https://www.youtube.com/watch?v=-hwDNL0pQ8o&t=102s

[embed]https://www.youtube.com/watch?v=-hwDNL0pQ8o&t=102s[/embed]

Leikur númer: 397
Sendandi: Ólafur Aron

Deila