Miðaleikur

Markmið:

Að efla samskipti innan bekkjarins. Æfing í að nota leitarspurningar og útilokunaraðferð. Festa ákveðin nöfn eða atriði í minni

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Miðar með nöfnum / atriðum.

Leiklýsing:

Kennari (eða nemendur) býr til miða – einn miða á hvern nemanda. Á þessum miðum geta verið mannanöfn, dýraheiti, landaheiti eða nærri því hvað sem er.

Einn miði er festur aftan á hvern nemanda (á hálsmálið) og þess vel gætt að viðkomandi sjái ekki það sem á miðanum stendur. Taka skal skýrt fram við bekkinn að ekkert megi láta uppi um nöfnin fyrr en leikurinn hefst.

Þegar leikurinn hefst rölta nemendurnir um bekkinn og spyrja hver annan spurninga sem annað hvort er svarað já eða nei. Á þennan hátt á að finna út það sem á miðanum stendur. Brýna þarf fyrir þátttakendum að gefa engar upplýsingar aðrar en já/nei svör.

Gott er að hafa fleiri miða en fjöldi nemendanna segir til um. Sumir eru fljótir að finna út orðið (orðin) á miðanum og vilja fá að reyna aftur.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 301
Sendandi: Gunnar Jónsson

Deila