Minnis- og pörunarspil fyrir landafræði

Markmið:

Þjálfa minni nemenda og kenna þeim fána og höfuðborgir helstu Evrópulanda. Nemendur fái hugmynd um lögun landanna og staðsetningu þeirra í Evrópu.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Spil: Tvö spil fyrir hvert Evrópuland. Á öðru er mynd af fána landsins og á hinu er útlínumynd af Evrópu þar sem landamæri landsins eru auðkennd með rauðum lit. Höfuðborg landsins er merkt inn á kortið.

Leiklýsing:

Þátttakendur þurfa að vera tveir eða fleiri. Gott er að hafa fimm til sex manna hópa.

Leikið er þannig að spjöldunum er raðað á hvolf á borð og nemendur skiptast á að fletta við tveimur spjöldum og athuga hvort þau eigi saman. Ef þau eiga saman er viðkomandi kominn með einn slag. Ef þau eiga ekki saman eru þau lögð aftur á hvolf á sama stað. Nemendur þurfa því að reyna að muna hvar þau tvö spjöld, sem eiga við ákveðið land, eru á borðinu. Þegar öll spjöldin eru búin vinnur sá sem á flesta slagi.

Útfærsla:
Heimild:

Stuðst við hugmynd úr bókinni Se på Europa eftir Bodil Frederiksen (1989. Horse ns: Åløkke).

Leikur númer: 231
Sendandi: Guðrún Dröfn Ragnarsdóttir og Auður Stefánsdóttir

Deila