Minnisleikur 1

Markmið:

Tilgangur leiksins er að nemendur sjái að með því að vinna saman koma oft fram fleiri og fjölbreyttari atriði en ef einn vinnur sér.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

20-30 hlutir, blöð, skriffæri og spjald til að skrá niðurstöður.

Leiklýsing:

Kennarinn biður nemendur að setjast í hring á gólfið. Hver þeirra fær miða og hefur blýant meðferðis. Nemendur loka augunum. Kennarinn setur ýmsa hluti (t.d. 10) á gólfið í miðjum hringnum. Nemendur fá eina til tvær mínútur til að athuga hlutina. Kennari tekur hlutina burt eða breiðir yfir þá og biður hvern nemanda að skrá eða teikna hjá sér þá hluti sem hann man eftir. Kennari skráir niðurstöður á spjald sem hann er búinn að skipta í tvo reiti A1 og A2. Kennarinn skráir niðurstöður í rit A1.
Næst skiptir kennarinn nemendum í nokkra hópa. Í hverjum hóp eru þrír til fjórir nem. Hóparnir velja sér ritara. Nemendur loka augunum.

Kennarinn lætur aðra 10 hluti á gólfið. Nemendur fá sem fyrr eina til tvær mínútur til að athuga hlutina. Að því loknu ræðir hver hópur saman og ritari skráir. Síðan skila nemendur sameiginlegri niðurstöðu. Kennari skráir niðurstöðurnar á spjald í reit A2. Kennari vísar í spjaldið og athugar með nemendum muninn á árangri í umferðunum tveimur.

Útfærsla:

Ragnheiður Hermannsdóttir kennari við Háteigsskóla notar afbrigði af þessum leik þegar hún er að kenna ng og nk regluna. Hún notar hluti hluti eins og t.d. engil, töng, vinkil, unga, hanka, streng og fleiri hluti, segir nöfn þeirra um leið og hún leggur þá á borð. Síðan setur hún dúk yfir. Eftir u.þ.b. 1 mín lætur hún nemendur segja sér hvað er undir dúknum og skrifar nöfnin hlutanna á töfluna. Í framhaldi af því lætur hún nemendur finna hvað þessi nöfn eiga sameiginlegt. þ.e. þau tengjast öll –ng og -nk reglunni.

Heimild:

Kristín H. Tryggvadóttir og Sigrún Aðalbjarnardóttir. [1980]. Komdu í leit um bæ og sveit 1. Kennsluleibeiningar. Reykjavík: Námsgagnastofnun. Heimild um útfæsluna: Álfhildur Leifsdóttir.

Leikur númer: 267
Sendandi: Sigurveig Kristjánsdóttir

Deila