Minnisleikur 2

Markmið:

Þjálfa athygli og minni.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Ýmsir smáhlutir.

Leiklýsing:

Börnin sitja í hálfhring. Fimm sitja við op hringsins, þau hafa öll einhvern hlut í annarri hendinni. Kennarinn segir þeim að sýna hlutina. Börnin sem sitja í hálfhringnum virða hlutina fyrir sér í stuttan tíma. Þá spyr kennarinn börnin, t.d. Jón, hvað er Anna með í hendinni? Geti Jón svarað fær hann næst að hafa hlut í hendinni. Leikurinn verður erfiðari ef börnin hafa hluti í báðum höndum.

Útfærsla:
Heimild:

Úr gögnum frá Fósturskóla Íslands.

Leikur númer: 268
Sendandi: Helga Gísladóttir

Deila