Mjálmaðu nú kisa mín!

Markmið:

Skapa góða stemmingu, efla athyglisgáfu og þjálfa heyrnarskyn.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Trefill.

Leiklýsing:

Þátttakendur setjast hver á sinn stól og raða sér í hring. Einn er fenginn til að “ver’ann”. Trefill er bundinn um augu hans. Einn þátttakandinn tekur að sér að snúa honum í hring og sest síðan sjálfur í stól. Blindinginn á að þreifa sig áfram þangað til hann finnur einhvern og setjast ofan á fórnarlambið. Þegar hann er sestur segir hann: “Mjálmaðu nú kisa mín” (í einu afbrigði leiksins segir blindinginn “Kisa segir mjá, mjá”) og á þá fórnarlambið að mjálma og er það gjarnan gert ámátlega. Þá má sá sem “er’ann” giska á hver mjálmar. Giski hann rétt eru höfð hlutverkaskipti. Hægt er að setja reglur um að sá sem “er’ann” megi giska þrvisvar sinnum, eða jafnvel eins oft og menn vilja. Allir sem sitja í hringnum verða að sýna stillingu, því ef þeir hlæja og flissa koma þeir strax upp um sig.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 103
Sendandi: Nanna Þóra Jónsdóttir

Deila