Morðingi 1

Markmið:

Eftirtekt, einbeiting.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Spil.

Leiklýsing:

Nemendurnir setjast í hring. Kennari er með spil og þar á meðal er hjartaás. Fjöldi spila og nemenda er sá sami. Nemendurnir eiga síðan að draga eitt spil hver og er algerlega bannað að sýna hvað þeir drógu. Sá sem dregur hjartaásinn er morðinginn. Nemendurnir eiga nú að fylgjast með og leita að morðingjanum. Morðinginn á að reyna að ná augnsambandi við einhvern og blikka svo lítið beri á. Sá sem er blikkaður á þá að segja: “Ég er dauður”. Sjái einhver annar nemandi morðingjann blikka á hann að kalla upp: “Ég ákæri” og segja hver morðinginn er. Hafi hann rétt fyrir sér er morðinginn handtekinn og þar með úr leik og nemendurnir eiga að draga upp á nýtt. Hafi ákærandinn hins vegar ekki rétt fyrir sér er hann dauður. Morðinginn á að reyna að blikka sem flesta og sá vinnur sem tekst að blikka sem flesta.

Útfærsla:

Kennari lætur alla nemendurna grúfa, gengur framhjá og hnippir létt í einhvern. Sá sem kennari hnippti í er þá morðinginn. Nemendur eiga nú allir að labba um stofuna og reyna að fylgjast hver með öðrum. Morðinginn á nú ekki að blikka heldur hnippa í einhvern svo lítið beri á og er þá hinn sami dauður. Á sama hátt mega aðrir nemendur ákæra morðingann sé hann staðinn að verki og taka hann þannig úr umferð.

Heimild:
Leikur númer: 104
Sendandi: Hafdís Hilmarsdóttir

Deila