Mylluboðhlaup

Markmið:

Rökhugsun. Hreyfing. Hafa gaman 🙂

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Eitthvað til að búa til mylluvöll, getur verið borð, stólar, keilur, sippubönd eða húllahringir. Einhverjir þrír hlutir af sama lit til að skipta í lið, t.d. vesti og baunapokar.

Leiklýsing:

Hópnum er skipt í tvö lið og hvort lið fær þrjá samlita hluti. Þrír fremstu í hvoru liði byrja með hlutina. Liðin stilla sér upp ákveðna vegalengd frá mylluvellinum. Þegar leikurinn byrjar þá hlaupa fremstu einstaklingar í hvoru liði og setja niður hlut á mylluvöllinn. Svo gengur leikurinn þar til annað liðið nær myllu.

Sjá hér:

Útfærsla:

Hægt er að láta þátttakendur hlaupa, hoppa eða skríða.

Heimild:

Leikur á YouTube, sjá hér að ofan.

Leikur númer: 404
Sendandi: Kristófer Einarsson

Deila