Ná í hluti

Markmið:

Æfa snerpu, athygli og hafa gaman.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Allir hlutir innan veggja stofunnar.

Leiklýsing:

Þessi leikur hentar mjög vel í bekk inn í skólastofu. Leikstjórnandi velur fimm til sjö leikmenn. Aðrir hinir horfa á. Leikurinn gengur út að ná í alls konar hluti innan skólastofunnar. Kennarinn eða leikstjórnandinn ákveður hvaða hluti á að ná í, t.d. gulan tréblýant, sokk frá nemanda (ekki sinn eigin), einhverja ákveðna námsbók, húfu, hárspennu, skóbúnað í ákveðnum lit, yddara eða reglustiku svo dæmi sé tekið. Passa þarf að hlutirnir séu inni í stofunni eða rétt fyrir utan. Þátttakendur sitja á stólum og bíða þar til leikstjórnandinn nefnir einn hlut. Þá mega þeir hlaupa af stað til að ná í hann. Þegar leikmaður er búinn að ná í hlutinn hleypur hann til baka og sest á sinn stól. Sá sem er síðastur að ná í hlutinn er úr leik og við það fækkar um einn stól. Leikurinn heldur áfram þar til einn stendur eftir sem sigurvegari.

Útfærsla:
Heimild:

Höfundur hefur farið í þennan leik í afmælum, brúðkaupum o.fl.

Leikur númer: 105
Sendandi: Elísabeth Lind Ingólfsdóttir

Deila