Nafnaruna

Markmið:

Læra nöfn bekkjarfélaganna.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Leikmenn sitja í hring. Einn byrjar að segja nafn sitt, sá næsti segir það nafn og síðan sitt nafn (eða öfugt), sá þriðji segir nafn hins fyrsta og annars og bætir síðan sínu nafni við. Þannig koll af kolli þar til hringurinn lokast. Skemmtilegt er ef kennarinn er síðastur og segir nöfn allra.
Skemmtilegt afbrigði af þessum leik er að nemandinn sem nefndur er standi upp rétt á því augnabliki sem nafn hans er nefnt. Eins reynir mjög á ef föðurnafn er haft með.

Útfærsla:

Útfærsla 1:

Mun erfiðara afbrigði af þessum leik byggist á því að auk nafnsins er framkvæmd einhver hreyfing (klappa saman lófum, stappa, hoppa, klípa í nef sér, gretta sig o.s.frv.). Leikmenn verða bæði að endurtaka nöfn og þá hreyfingu sem viðkomandi valdi sér. Þetta afbrigði gengur varla í mjög stórum hópum en má reyna.

Útfærsla 2:

Þátttakendur segja nafnið sitt og finna eitthvert viðurnefni sem byrjar á sama staf og nafn viðkomandi (t.d. Helga hestur). Næsti á síðan að segja sitt nafn og finna orð og segja síðan nafn þess sem kynnti sig fyrst og síðan koll af kolli. Sá sem er síðastur þarf því að segja nöfn allra.

Önnur útfærsla er að láta krakkana finna nafn sem byrjar á upphafsstaf þeirra, en er t.d. lýsingarorð og má þá leika þetta í tengslum við kennslu lýsingarorða.

Heimild:

Aths. Ýmsir hafa sent Leikjabankanum afbrigði af þessum leik: Ingvar Sigurgeirsson og Ingimar Ingimarsson 1992, Helga Gísladóttir 1997, Lilja M. Jónsdóttir 1999.

Leikur númer: 288
Sendandi: Ýmsir

Deila