Nafnasöngleikur

Markmið:

Söngur, athygli, minni, sjálfsöryggi, skemmtun.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Gítar, hattur, gleraugu eða annar hlutur sem gengur á milli þátttakenda (sjá lýsingu).

Leiklýsing:

Þátttakendur syngja eftirfarandi texta og nota nöfn barnanna í bekknum. Skipt er um nafn í hverju nýju erindi. Um leið er hatturinn (hluturinn) látinn á höfuð þess sem nefndur er. Eitt orð fellur aftan af textanum í hverju nýju erindi. Textanum má breyta eftir aðstæðum þegar búið er að syngja sama erindi það oft að öll orðin eru fallin burtu.
Anna hún er nemandi með (voða) skrítinn hatt
Anna hún er nemandi með (voða) skrítinn hatt
Anna hún er nemandi með (voða) skrítinn hatt
og við höldum áfram enn

Syng glorí glorí halelúja

Lag: Napóleon keisari.

Sá sem syngur þegar hann á að þegja, fellur út og leggur pant og á að leysa einhverja þraut í lokin.

Útfærsla:
Heimild:

Byggt á lýsingu á leiknum Napóleon keisari í bókinni Leikir og grín (1986). Reykjavík: Iðunn.

Leikur númer: 289
Sendandi: Þorbjörg Arnórsdóttir

Deila