Nafnspjaldakynning

Markmið:

Nemendur kynnist.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Spjöld, skriffæri, títuprjónar (sjá lýsingu).

Leiklýsing:

Nemendur fá auð spjöld í hæfilegri stærð til að geta verið barmmerki (eða spjöld sem hægt er að hengja um hálsinn). Í hornin skrifa nemendur persónulegar upplýsingar um sig eftir fyrirmælum kennara. Sem dæmi má nefna: Fæðingarstað, persónueinkenni, eftirlætis ( -mat, -leik, -dýr, -bók, -kvikmynd, -lit, -lag, -stað), persónu sem viðkomandi vill líkjast, minnisstæðan atburð.

Nemendur festa nafnspjöldin í barminn, mynda hóp á miðju gólfi og fara síðan á milli, kynna sig og leita upplýsinga um aðra. Þessa aðferð er einnig hægt að nota til að kynna sig í umræðu- eða vinnuhópum. Hægt er að leggja ákveðin verkefni fyrir nemendur, eins og t.d. að finna alla sem eiga eitthvað sameiginlegt og skrá það hjá sér. Niðurstöðurnar má ræða að loknum leik.

Útfærsla:
Heimild:

Byggt á Abrami, C. o.fl. 1995. Classroom Connections. Understanding and Using Cooperative Learning. Toronto o. v. Harcourt Brace, bls. 52.

Leikur númer: 334
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Deila