Nef, nef, nef, munnur

Markmið:

Einbeiting, athygli, líkamsvitund.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Þetta er gamall japanskur leikur.

Nemendum er skipt í tvö lið sem standa andspænis hvort öðru og horfast í augu. Einn nemandi úr öðru liðinu gengur að hinu og segir; “Nef, nef, nef, munnur.” Á meðan hann segir þetta, bendir hann þrisvar á sitt nef en í fjórða skiptið bendir hann ekki á munninn, heldur á einhvern annan líkamshluta, t.d. auga.

Andstæðingarnir eiga alltaf að taka eftir því hvað nemandinn segir, en ekki hvað hann gerir. Þegar hann segir “nef” eiga þeir að benda á nef sitt, en þegar hann segir “munnur” og bendir á augað, eiga allir að benda á munn sér en alls ekki á augað. Þeir sem fylgjast ekki með og benda á rangan líkamshluta, eru úr leik.

Nú á hitt liðið leik og segir einn nemandi úr því liði; “nef, nef, nef, munnur” við andstæðingana. Hann má benda á hvaða líkamshluta sem er, en verður bara að segja “munnur”.

Leikurinn heldur áfram þangað til allir úr öðru liðinu eru úr leik. Ef tímamörk eru á leiknum, vinnur það lið sem tapað hefur fæstum leikmönnum.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 277
Sendandi: Kristín Helgadóttir

Deila