Nokkrar stuttar gátur

Markmið:

Rökhugsun, ályktunarhæfni, hugkvæmni.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Gáturnar (sjá leiklýsingu).

Leiklýsing:

 1. Hvað er hávaxið í byrjun en minnkar þegar ég eldist? Svar: Kerti.
 2. Hvar finnur þú borgir, bæi og götur, en ekkert fólk? Svar: Á landakorti.
 3. Hvað er svo brotthætt að það rofnar þegar nafn þess er sagt? Svar: Þögnin.
 4. Hve margir mánuðir eru með 28 daga? Svar: Allir 12 mánuðirnir.
 5. Hvaða orð er stafsett rangt í öllum orðabókum? Svar: Orðið rangt.
 6. María á fjórar dætur, og hver dóttir á einn bróður – hve mörg börn á María? Svar: Fimm. Allar dæturnar eiga sama bróðurinn.
 7. Þú kemur inn á herbergi þar sem þú finnur eldspýtu, olíulampa, kerti og eldstæði. Á hverju kveikir þú fyrst? Svar: Eldspýtunni.
 8. Hvað er fullt af holum en heldur samt vatni? Svar: Svampur
 9. Hvort er þyngra, kíló af fjöðrum eða kíló af grjóti? Svar: Þetta er auðvitað jafnþung.
 10. Hvað er það sem allir hafa en enginn getur týnt? Svar: Skuggi.
 11. Hvað hækkar og hækkar en fer aldrei niður? Svar: Aldur þinn.
 12. Hvað stækkir því meira sem þú fjarlægir? Svar: Hola.
 13. Mig er að finna í Jörðinni, Merkúr, Júpíter og Mars, en hvorki Venusi né Neptúnus. Hvað er ég? Svar: Stafurinn ‘r’.
 14. Þrír menn voru á báti. Bátnum hvolfdi og þeir fóru allir í sjóinn, en hár aðeins tveggja þeirra blotnaði. Hvers vegna? Svar: Einn þeirra er sköllóttur.
 15. Hvað blotnar því meira sem það þurrkar? Svar: Handklæði.
 16. Það er tvennt sem þú getur aldrei borðað í morgunmat – hvað er það? Svar: Hádegismat og kvöldmat.
 17. Hvað er með 88 hamra en hittir aldrei nagla? Svar: Píanó.
 18. Því fleiri sem þú tekur því fleiri skilur þú eftir þig. Hvað er ég? Svar: Skref.

Útfærsla:
Heimild:

Staðfært efni. Að mestu tekið af The Best Riddles for Kids, sjá hér: https://www.artofmanliness.com/articles/riddles-for-kids/

Leikur númer: 400
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Deila