Norðanvindur og sunnanvindur

Markmið:

Æfa þol og snerpu.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Vesti eða annað til að merkja þá þátttakendur sem eru í hlutverki vindanna.

Leiklýsing:

Þrír krakkar eru valdir úr hópnum og eiga tveir þeirra að vera norðanvindur en sá þriðji sunnanvindur. Leikurinn fer þannig fram að krakkarnir hlaupa um og eiga norðanvindarnir að reyna að ná þeim og frysta þau. Þegar eitthvert barnið hefur verið fryst verður það að standa alveg kyrrt (eða setjast) þangað til sunnanvindurinn kemur og þýðir það, þá er það orðið frjálst aftur. Nauðsynlegt er að merkja norðanvindana og sunnanvindinn með mismunandi merkjum (til dæmis vestum) til þess að unnt sé að greina þau frá hinum börnunum. Ef unnið er með stóran hóp af börnum er hægt að bæta við fleri norðan- og sunnanvindum.

Útfærsla:

Hægt er að breyta því sem gerist ef nemendur eru frystir. Þeir gætu til dæmis þurft að halda í planka, gera hnébeygjur eða syngja.

Heimild:

Karl Guðmundsson. (E.d.). Leikir og leikrænar æfingar fyrir yngstu börnin. Reykjavík: íþróttasamband Íslands.

Leikur númer: 419
Sendandi: Birgitta Lind Scheving, Rannveig Harpa Jónþórsdóttir, Sigrún Dís Bjarnadóttir, Svandís Helga Hjartardóttir og Þórhildur Vala Kjartansdóttir.

Deila